Innlent

Nær 1900 vilja grænar tunnur

 Grænar tunnur eru losaðar á aðra hverja viku. Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa þær flokki sorpið. Í staðinn greiða þeir helmingi lægra sorphirðugjald heldur en hinir sem fá losun vikulega. "Sorphirða borgarinnar hætti þjónustu við stofnanir og fyrirtæki um áramót, á sama tíma og grænu tunnurnar voru teknar upp," sagði Guðmundur. "Það hefur því dregist svolítið að koma þeim út." Guðmundur sagði enn fremur að sú ákvörðun hefði verið tekin að vísa ofangreindum á sorphirðufyrirtæki á almennum markaði. Ástæðan væri meðal annars sú að borgin væri ekki á samkeppnismarkaði hvað sorphirðu varðaði. Þá hefði þótt liggja fyrir að sorphirðugjöld hjá fyrirtækjum og rekstraraðilum hefðu ekki staðið undir kostnaði við söfnun sorpsins. "Samkvæmt reglugerð er sveitarfélagi eingöngu skylt að veita íbúum þessa þjónustu," sagði Guðmundur. "Með þessu erum við að feta í fótspor nágrannasveitarfélaganna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×