Innlent

Atvinnuleysi minnkar enn

Dregið hefur úr atvinnuleysi undanfarið og líklega mun sú þróun halda áfram á þessu ári, að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Hagvöxtur er mikill um þessar mundir og skilar sér nú í minnkandi árstíðarleiðréttu atvinnuleysi að sögn bankans. Reiknað er með að atvinnuleysi á síðasta ári hafi verið 3,1%. Virðist fólk vera bjartsýnna á atvinnuástandið en verið hefur á síðustu árum. Í ljósi vaxandi umsvifa reiknar bankinn með 2,8% atvinnuleysi á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×