Skínandi skíðatímabil framundan 8. janúar 2005 00:01 Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur." Innlent Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur."
Innlent Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira