Innlent

Tæplega 10 þúsund manns hafa kosið

Alls voru 9600 manns búnir að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna klukkan fjögur. Mikil ásókn er á kjörstaði og fjölmargir hafa skráð sig í flokkinn það sem af er degi. Alls voru rúmlega nítján þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík í gær en talið er að hundruð manna hafi skráð sig í flokkinn í dag til að taka þátt í prófkjörinu. Starfsmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofan ræddi við í morgun sögðust gera ráð fyrir að minnst tíu þúsund manns myndu kjósa í prófkjörinu í dag. Fyrstu tölur verða birtar klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×