Innlent

Alvarlega slös­uð eftir reiðtúr

TF-Líf, þyrla Landhelgis­gæsl­unnar var kölluð út í gær vegna konu sem dottið hafði af hest­­baki. Hún var um hádegisbil flutt á slysadeild Landspítala-háskóla­sjúkra­húss. Læknir í Laugarási hafði á tólfta tímanum samband við stjórnstöð Gæslunnar og óskaði eftir þyrlunni, en konan hafði verið á hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi.

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild LSH, þar sem konan liggur, er líðan hennar eftir atvikum góð. Hann sagði hana þó alvarlega slasaða, án þess að vilja gefa nánari upplýsingar um meiðsli hennar. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan tólf og var lent aftur í Reykjavík með konuna um tuttugu mínútur fyrir klukkan eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×