Kjörsókn með besta móti 5. nóvember 2005 12:00 Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. Af þeim fjögur þúsund sem höfðu kosið í gær, höfðu eitt þúsund og tvö hundruð manns greitt atkvæði utan kjörfundar undanfarnar þrjár vikur. Í gær kusu svo tvö þúsund og átta hundruð manns. Þetta er um þriðjungi meiri kjörsókn en á sama tíma í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík. Alls eru nú meira en nítján þúsund manns á kjörskrá, enda hafa fjölmargir bæst í flokkinn undanfarna daga. Um þrjú þúsund manns hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda prófkjörsins, sem sýnir vel hve hörð baráttan er. Frambjóðendurnir eru tuttugu og fjórir, en þeir sem kjósa geta raðað í níu sæti. Mesta spennan ríkir um efsta sætið, þar sem baráttan stendur á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa og oddvita flokksins, og Gísla Marteins Baldurssonar. Í nokkrum skoðanakönnunum í aðdraganda prófkjörsins hefur mjög lítill munur mælst á þeim og flest bendir til að prófkjörið í dag verði eitt það jafnasta í sögu Sjálfstæðisflokksins. Kjörfundur opnaði aftur klukkan tíu í morgun og fjölmargir höfðu kosið nú fyrir hádegið, þó að engar tölur liggi fyrir. Starfsmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofan ræddi við í morgun sögðust gera ráð fyrir að minnst tíu þúsund manns myndu kjósa í prófkjörinu í dag. Síðast kusu rétt rúmlega sjö þúsund manns í pr´fokjöri flokksins í Reykjavík, svo það bendir flest til að kjörsóknin verði miklu meiri nú. Kjörstaðirnir eru á sjö stöðum í borginni, meðal annars í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Þeim lokar klukkan sex og þá verða fyrstu tölur birtar. Síðan er gert ráð fyrir að tölurnar verði birtar á hálftíma fresti fram eftir kvöldi, en hugsanlega oftar ef ástæða þykir til. Endanlegar tölur ættu svo að liggja fyrir seint í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. Af þeim fjögur þúsund sem höfðu kosið í gær, höfðu eitt þúsund og tvö hundruð manns greitt atkvæði utan kjörfundar undanfarnar þrjár vikur. Í gær kusu svo tvö þúsund og átta hundruð manns. Þetta er um þriðjungi meiri kjörsókn en á sama tíma í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík. Alls eru nú meira en nítján þúsund manns á kjörskrá, enda hafa fjölmargir bæst í flokkinn undanfarna daga. Um þrjú þúsund manns hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda prófkjörsins, sem sýnir vel hve hörð baráttan er. Frambjóðendurnir eru tuttugu og fjórir, en þeir sem kjósa geta raðað í níu sæti. Mesta spennan ríkir um efsta sætið, þar sem baráttan stendur á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa og oddvita flokksins, og Gísla Marteins Baldurssonar. Í nokkrum skoðanakönnunum í aðdraganda prófkjörsins hefur mjög lítill munur mælst á þeim og flest bendir til að prófkjörið í dag verði eitt það jafnasta í sögu Sjálfstæðisflokksins. Kjörfundur opnaði aftur klukkan tíu í morgun og fjölmargir höfðu kosið nú fyrir hádegið, þó að engar tölur liggi fyrir. Starfsmenn Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofan ræddi við í morgun sögðust gera ráð fyrir að minnst tíu þúsund manns myndu kjósa í prófkjörinu í dag. Síðast kusu rétt rúmlega sjö þúsund manns í pr´fokjöri flokksins í Reykjavík, svo það bendir flest til að kjörsóknin verði miklu meiri nú. Kjörstaðirnir eru á sjö stöðum í borginni, meðal annars í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Þeim lokar klukkan sex og þá verða fyrstu tölur birtar. Síðan er gert ráð fyrir að tölurnar verði birtar á hálftíma fresti fram eftir kvöldi, en hugsanlega oftar ef ástæða þykir til. Endanlegar tölur ættu svo að liggja fyrir seint í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira