Innlent

Maður laus úr gæsluvarðhaldi

Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rann­sóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram.

Ungri konu, starfsmanni pósthússins var sleppt úr gæsluvarðhaldi í lok síðustu viku. Parið var handtekið 19. októ­ber. Þá hafði lögregla fylgst með þeim fara með umslag af pósthúsinu, en úr því hafði verið tekið kókaín og litarefni sett í staðinn. Í fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms kom fram að grunur léki á um að fleiri eiturlyfjasendingar kynnu að hafa borist til landsins með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×