Innlent

Tuttugu milljörðum meiri sala

Fiskvinnsla. Stærsta framleiðsluvaran er fiskur eða tæp 40 prósent allrar seldrar framleiðsluvöru.
Fiskvinnsla. Stærsta framleiðsluvaran er fiskur eða tæp 40 prósent allrar seldrar framleiðsluvöru.

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara var 302 milljarðar á síðasta ári, sem er 20 milljörðum króna meira en árið áður og sjö prósenta aukning frá ári til árs, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Verðmæti seldrar framleiðslu jókst í þrettán atvinnugreinum af sautján og var hlutfallslega mest í framleiðslu og viðhaldi á lækninga- og rannsóknartækjum, þar sem hún jókst um nær 50 prósent. Þegar litið er á hlutdeild einstakra atvinnugreina í heildarverðmætum seldrar framleiðslu á síðasta ári má sjá að matvæla- og drykkjarvöruframleiðsla á langstærstu hlutdeildina eða um 55 prósent.

Verðmæti þessa hluta nam um 166 milljörðum króna en þar af eru fiskafurðir um 113 milljarðar. Samdráttur var mestur í fata- og leðuriðnaði en verðmæti seldrar framleiðslu fór úr 900 milljónum í 700 milljónir króna á tímabilinu, og minnkaði því um tæp 15 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×