Stjórnvöld ómálefna- leg í gagnrýni sinni 5. nóvember 2005 07:45 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis segir að upp hafi komið tilvik þar sem hann telur að viðbrögð stjórnvalda séu þess eðlis að þau geti haft áhrif á það hvort almenningur leiti til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð fyrirsvarsmanna stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til umboðsmanns vegna tiltekinna mála veki hjá sér nokkurn ugg. "Ég hef fyrst og fremst í huga þau tilvik þar sem ég tel að viðbrögð stjórnvalda séu þess eðlis að þau geti haft áhrif á það hvort almenningur, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, leiti til umboðsmanns Alþingis," segir hann. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá umboðsmanni um árið 2004. Hann segir að athugun umboðsmanns Alþingis á máli einstaklings sem beri fram kvörtun hafi þá sérstöðu, til dæmis umfram rekstur dómsmáls, að ákveði umboðsmaður að taka málið til athugunar er það alfarið ákvörðun hans að hverju hún beinist. Honum sé veittur réttur til að krefja stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegu skýringar sem hann þarfnast. Niðurstaða umboðsmanns byggi því á þeim gögnum sem honum eru látin í té. Það sé slæmt ef stjórnvöld svari þeim, sem til umboðsmanns hefur leitað og fengið hefur álit hans, á þann veg að niðurstaða umboðsmanns hafi byggst á takmörkuðum gögnum og ófullnægjandi upplýsingum. Stjórnvöld gagnrýni með öðrum orðum það að umboðsmaður hafi fellt álit án þess að hafa öll gögn í höndum, en það sé einmitt á ábyrgð stjórnvalda að láta honum þau í té. Þá segir í skýrslunni að þróun í fjölmiðlun hér á landi hafi leitt til þess að umfjöllun fjölmiðla sé persónulegri og leitist þeir gjarnan við í fréttum sínum að tengja hin einstöku mál við nafngreindar persónur. Hann telur að þessi þróun hafi orðið til þess að breyting hafi orðið á viðbrögðum ákveðinna stjórnvalda þegar álit umboðsmanns og aðrar niðurstöður séu birtar opinberlega. Viðbrögð stjórnvalda beinist að því að gæta að ímynd sinni en ekki efni málsins. Sem dæmi um þetta nefnir hann fréttatilkynningar sem stjórnvöld hafi sent í kjölfar álita umboðsmanns, sem sé sjálfsagt að gera, en hafa verði í huga að mál sem umboðsmaður úrskurðar um lúta ekki að hagsmunum umboðsmanns eða persónu hans heldur eigi í hlut einstaklingur eða fyrirtæki sem hefur leitað til hans vegna afskipta eða ákvörðunar stjórnvaldsins. Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð fyrirsvarsmanna stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til umboðsmanns vegna tiltekinna mála veki hjá sér nokkurn ugg. "Ég hef fyrst og fremst í huga þau tilvik þar sem ég tel að viðbrögð stjórnvalda séu þess eðlis að þau geti haft áhrif á það hvort almenningur, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, leiti til umboðsmanns Alþingis," segir hann. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá umboðsmanni um árið 2004. Hann segir að athugun umboðsmanns Alþingis á máli einstaklings sem beri fram kvörtun hafi þá sérstöðu, til dæmis umfram rekstur dómsmáls, að ákveði umboðsmaður að taka málið til athugunar er það alfarið ákvörðun hans að hverju hún beinist. Honum sé veittur réttur til að krefja stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegu skýringar sem hann þarfnast. Niðurstaða umboðsmanns byggi því á þeim gögnum sem honum eru látin í té. Það sé slæmt ef stjórnvöld svari þeim, sem til umboðsmanns hefur leitað og fengið hefur álit hans, á þann veg að niðurstaða umboðsmanns hafi byggst á takmörkuðum gögnum og ófullnægjandi upplýsingum. Stjórnvöld gagnrýni með öðrum orðum það að umboðsmaður hafi fellt álit án þess að hafa öll gögn í höndum, en það sé einmitt á ábyrgð stjórnvalda að láta honum þau í té. Þá segir í skýrslunni að þróun í fjölmiðlun hér á landi hafi leitt til þess að umfjöllun fjölmiðla sé persónulegri og leitist þeir gjarnan við í fréttum sínum að tengja hin einstöku mál við nafngreindar persónur. Hann telur að þessi þróun hafi orðið til þess að breyting hafi orðið á viðbrögðum ákveðinna stjórnvalda þegar álit umboðsmanns og aðrar niðurstöður séu birtar opinberlega. Viðbrögð stjórnvalda beinist að því að gæta að ímynd sinni en ekki efni málsins. Sem dæmi um þetta nefnir hann fréttatilkynningar sem stjórnvöld hafi sent í kjölfar álita umboðsmanns, sem sé sjálfsagt að gera, en hafa verði í huga að mál sem umboðsmaður úrskurðar um lúta ekki að hagsmunum umboðsmanns eða persónu hans heldur eigi í hlut einstaklingur eða fyrirtæki sem hefur leitað til hans vegna afskipta eða ákvörðunar stjórnvaldsins.
Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira