Innlent

Betri laun í öðrum störfum

Katrín Júlíusdóttir þingmaður 
segir að helmingur leikskólakennaranema komist ekki að vegna fjárskorts.
Katrín Júlíusdóttir þingmaður segir að helmingur leikskólakennaranema komist ekki að vegna fjárskorts.

Um 400 einstaklingar með leikskólakennaramenntun kjósa að vinna störf utan leikskólanna. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um manneklu á leikskólum.

Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingunni, var málshefjandi. Hún sagði stöðuna afar alvarlega og dæmi væru um lokun deilda og að senda hefði þurft börn heim vegna manneklu. Vandinn hefði verið með versta móti í haust. Katrín taldi brýnt að fjölga leikskólakennurum og gat þess að helmingi umsókna um leikskólakennara­nám í Kennaraháskóla Íslands í haust hefði verið vísað frá vegna skorts á fjármagni.

Þorgerður Katrín sagði að á undan­förnum fimmtán árum hefðu liðlega 1.200 leikskólakennarar útskrifast og um 400 væru í námi. Um 400 kysu auk þess að starfa ekki í grein sinni. Hún sagði að starfið og kjörin yrðu að vera þannig að sérhæft fólk vildi vinna í greininni. Unnið væri að framtíðar­skipan leik­­­­­skólakennaramenntunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×