Innlent

Mælt með Jónu Hrönn

Jóna Hrönn Bolladóttir.
Valnefnd í Garða­sókn mælir með henni.
Jóna Hrönn Bolladóttir. Valnefnd í Garða­sókn mælir með henni.

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgar­prestur verður næsti prestur Garðasóknar, en valnefnd sóknarinnar leggur til að hún verði ráðin. Sem kunnugt er var séra Hans Markúsi Hafsteinssyni vikið úr starfi sóknarprests í Garðasókn í sumar eftir hatrammar deilur innan safnaðarins.

Staðan var auglýst í kjölfarið og bárust sjö umsóknir um embættið sem er veitt frá 1. desember næstkomandi. Kirkjumálaráðherra veitir ­embættið­ til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×