Innlent

Yfirmaðurinn í órafjarlægð

Eskifjörður. Það verður langt að fara fyrir lögreglumann, sem þarf að sinna þjónustu á Skeiðarársandi, ef hann þarf að hitta yfirmann sinn, sem verður á Eskifirði. Vegalengdin er svipuð og frá Reykjavík og til Akureyrar.
Eskifjörður. Það verður langt að fara fyrir lögreglumann, sem þarf að sinna þjónustu á Skeiðarársandi, ef hann þarf að hitta yfirmann sinn, sem verður á Eskifirði. Vegalengdin er svipuð og frá Reykjavík og til Akureyrar.

Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði hafa ýmsar efasemdir um ágæti tillagna framkvæmdanefndar um að færa umsjón lögreglumála frá Höfn og til Eskifjarðar. Tillagan var kynnt þeim á fundi fyrr í vikunni. Einn þeirra hefur bent á að vegalengdin frá Gígjukvísl við Skeiðarársand, sem fellur undir embætti lögreglustjóra á Höfn, og til Eskifjarðar er álíka mikil og vegalengdin frá Reykjavík og til Akureyrar.

Telur hann að jaðar­svæði verði útundan við slíka stjórnskipan. Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn, segist jákvæður í garð breytinganna en sjá þó nokkra vankanta á þeim. "Samkvæmt breytingunum sem okkur voru kynntar eiga sýslumenn að fá ný verkefni og var þar meðal annars nefnd útgáfa á Lögbirtingi, eftirlit með fasteignasölu og svo framvegis en ég sé ekki að þessi verkefni haldist þar," segir Páll.

Hann telur að minni sýslumannsembættin líði undir lok á næstu árum þar sem verið sé að taka af þeim verkefni frekar en hitt. Einnig telur hann óskynsamlegt að lögreglurannsóknir séu alfarið færðar frá Höfn og til Eskifjarðar vegna þess hve seinfarið sé þar á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×