Erlent

Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga

Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. Bandaríkjamenn beita Sýrlendinga auknum þrýstingi eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, og voru orð Bush síðasta útspilið í því. Áður höfðu Bandaríkjamenn kallað sendiherra sinn heim frá Amman. Aðspurður um hvort Bandaríkjastjórn teldi sýrlensk stjórnvöld hafa átt þátt í morðinu á Hariri sagði Bush aðeins: "Ég get ekki svarað því enn," og kvaðst ætla að bíða með að taka afstöðu til þess þar til staðreyndirnar lægju fyrir. Íranar finna eins og Sýrlendingar fyrir þrýstingi af hálfu Bandaríkjanna. Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, sem enn er valdamikill, hvatti í gær til þess að íslömsk ríki í Mið-Austurlöndum mynduðu öflugt bandalag gegn Bandaríkjunum og Ísrael.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×