Viðsnúningur á leigumarkaði 17. febrúar 2005 00:01 Það er af sem áður var þegar slegist var um hverja einustu leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og leigutakar gátu sett upp það verð sem þeim þóknaðist. Nýir möguleikar á fasteignalánamarkaði gera það að verkum að fleiri geta keypt sér eigið húsnæði og því hefur spurn eftir leiguíbúðum minnkað. Leigjendur njóta góðs af þessu en leigusalar síður. "Markaðurinn var í algerum toppi í kringum árið 2001 en síðan þá hefur dregið úr eftirspurninni," segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans. "Við merktum greinilega breytingu þegar 100 prósent lánin komu á markaðinn en þá varð ákveðið stopp. Það er greinilegt að markaðurinn var reyna að átta sig á hlutunum, fólk virtist spyrja sig hvort það ætti að fara að leigja eða kaupa. Síðan hefur mér þótt þetta fara í nokkuð eðlilegt horf." Lausleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að endaskipti hafa orðið á hlutunum síðan 2001. Fyrstu vikurnar í janúar það ár birtust 163 smáauglýsingar í DV þar sem óskað var eftir húsnæði en aðeins var húsnæði í boði í 77 auglýsingum. Nú, fjórum árum síðar hefur þetta algerlega snúist við. Fyrstu vikur síðasta mánaðar birtust 76 smáauglýsingar í Fréttablaðinu þar sem óskað var eftir húsnæði en 174 auglýsingar um að húsnæði væri í boði. Leigjendamarkaður hefur því leyst leigusalamarkaðinn af hólmi. Litlar hækkanir Miklar verðhækkanir hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarin misseri en þær virðast ekki skila sér út í leiguverðlagið. Löng hefð er fyrir að miða við að hver fermetri leiguhúsnæðis kosti þúsund krónur og sú þumalputtaregla virðist enn í gildi. "Raunverð hefur ekki hækkað, aðeins haldið í miðað við almennar verðhækkanir," segir Guðlaugur. Í svipaðan streng tekur Elís Anton Sigurðsson leigusali en hann hefur í mörg ár leigt út íbúðir. "Ég átti tveggja herbergja íbúð árið 1995 þá var leigan 35.000 krónur. Sú íbúð kostaði 4,6 milljónir þá og er á svona 11 milljónir í dag. Leiguverð í slíkri íbúð nú er um 70.000 krónur. Leigan tvöfaldast á meðan íbúðarverðið þrefaldast," segir Elís. Því má búast við að margir leigutakar sjái sér leik á borði og selji íbúðir sínar á meðan viðskipti með fasteignir eru svo mikil. Á sama tíma hefur þróunin verið sú að afborganir á húsnæðislánum eru orðnar mjög svipaðar leiguverði og því vaknar eðlilega sú spurning hjá fólki hvort ekki sé betra að kaupa. Um þetta eru þeir Guðlaugur og Elís sammála. Líflegur leigumarkaður Hvað sem þessu líður er ljóst að leigumarkaðurinn er líflegur sem aldrei fyrr. Elís auglýsti íbúð í Fréttablaðinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. "Það varð sprenging, tuttugu manns hringdu og vildu leigja. Ég bjóst alveg eins við því að ástandið hefði róast en ég fann góða leigjendur sem borga í samræmi við það sem ég setti upp." Minnkandi eftirspurn þýðir því ekki að þeir leigjendur sem eftir eru á markaðnum séu vafasamir fyrst þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki keypt sér íbúð. "Ég held að það sé alltaf ákveðinn hópur sem kaupir ekki., til dæmis ungt fólk sem vill ekki skuldbindingar, er að fara að ferðast eða út í nám," segir Elís. Einn þeirra er Þóra Dögg Júlíusdóttir, 22 ára sem vinnur í tölvugeiranum. Hún auglýsti fyrir skemmtstu eftir íbúð og fékk fjögur tilboð. Þóra tók einu þeirra og flytur senn í hús í Langholtshverfinu. "Ég fékk það sem ég lagði upp með og á góðu verði, það er bara spurning um að leita og vera þolinmóður." Erfitt er að segja hvort jafnvægi kemst á leigumarkaðinn á næstu misserum eða að leigjendurnir haldi áfram að njóta góðs af ástandinu. Í það minnsta verður einhver bið á að auglýsing birtist á borð þá sem lesa mátti í DV í janúar 2001: "Hreysi óskast. Óska eftir ljótri eða illa farinni íbúð í Rvk sem er ekki manni bjóðandi til leigu eða kaups." Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Það er af sem áður var þegar slegist var um hverja einustu leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og leigutakar gátu sett upp það verð sem þeim þóknaðist. Nýir möguleikar á fasteignalánamarkaði gera það að verkum að fleiri geta keypt sér eigið húsnæði og því hefur spurn eftir leiguíbúðum minnkað. Leigjendur njóta góðs af þessu en leigusalar síður. "Markaðurinn var í algerum toppi í kringum árið 2001 en síðan þá hefur dregið úr eftirspurninni," segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans. "Við merktum greinilega breytingu þegar 100 prósent lánin komu á markaðinn en þá varð ákveðið stopp. Það er greinilegt að markaðurinn var reyna að átta sig á hlutunum, fólk virtist spyrja sig hvort það ætti að fara að leigja eða kaupa. Síðan hefur mér þótt þetta fara í nokkuð eðlilegt horf." Lausleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að endaskipti hafa orðið á hlutunum síðan 2001. Fyrstu vikurnar í janúar það ár birtust 163 smáauglýsingar í DV þar sem óskað var eftir húsnæði en aðeins var húsnæði í boði í 77 auglýsingum. Nú, fjórum árum síðar hefur þetta algerlega snúist við. Fyrstu vikur síðasta mánaðar birtust 76 smáauglýsingar í Fréttablaðinu þar sem óskað var eftir húsnæði en 174 auglýsingar um að húsnæði væri í boði. Leigjendamarkaður hefur því leyst leigusalamarkaðinn af hólmi. Litlar hækkanir Miklar verðhækkanir hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarin misseri en þær virðast ekki skila sér út í leiguverðlagið. Löng hefð er fyrir að miða við að hver fermetri leiguhúsnæðis kosti þúsund krónur og sú þumalputtaregla virðist enn í gildi. "Raunverð hefur ekki hækkað, aðeins haldið í miðað við almennar verðhækkanir," segir Guðlaugur. Í svipaðan streng tekur Elís Anton Sigurðsson leigusali en hann hefur í mörg ár leigt út íbúðir. "Ég átti tveggja herbergja íbúð árið 1995 þá var leigan 35.000 krónur. Sú íbúð kostaði 4,6 milljónir þá og er á svona 11 milljónir í dag. Leiguverð í slíkri íbúð nú er um 70.000 krónur. Leigan tvöfaldast á meðan íbúðarverðið þrefaldast," segir Elís. Því má búast við að margir leigutakar sjái sér leik á borði og selji íbúðir sínar á meðan viðskipti með fasteignir eru svo mikil. Á sama tíma hefur þróunin verið sú að afborganir á húsnæðislánum eru orðnar mjög svipaðar leiguverði og því vaknar eðlilega sú spurning hjá fólki hvort ekki sé betra að kaupa. Um þetta eru þeir Guðlaugur og Elís sammála. Líflegur leigumarkaður Hvað sem þessu líður er ljóst að leigumarkaðurinn er líflegur sem aldrei fyrr. Elís auglýsti íbúð í Fréttablaðinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. "Það varð sprenging, tuttugu manns hringdu og vildu leigja. Ég bjóst alveg eins við því að ástandið hefði róast en ég fann góða leigjendur sem borga í samræmi við það sem ég setti upp." Minnkandi eftirspurn þýðir því ekki að þeir leigjendur sem eftir eru á markaðnum séu vafasamir fyrst þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki keypt sér íbúð. "Ég held að það sé alltaf ákveðinn hópur sem kaupir ekki., til dæmis ungt fólk sem vill ekki skuldbindingar, er að fara að ferðast eða út í nám," segir Elís. Einn þeirra er Þóra Dögg Júlíusdóttir, 22 ára sem vinnur í tölvugeiranum. Hún auglýsti fyrir skemmtstu eftir íbúð og fékk fjögur tilboð. Þóra tók einu þeirra og flytur senn í hús í Langholtshverfinu. "Ég fékk það sem ég lagði upp með og á góðu verði, það er bara spurning um að leita og vera þolinmóður." Erfitt er að segja hvort jafnvægi kemst á leigumarkaðinn á næstu misserum eða að leigjendurnir haldi áfram að njóta góðs af ástandinu. Í það minnsta verður einhver bið á að auglýsing birtist á borð þá sem lesa mátti í DV í janúar 2001: "Hreysi óskast. Óska eftir ljótri eða illa farinni íbúð í Rvk sem er ekki manni bjóðandi til leigu eða kaups."
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira