Erlent

Úkraínumenn á heimleið

Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót. Tvær herflutningavélar fluttu 137 hermenn, sem þjónað hafa í setuliði bandamanna í Mið-Írak, til herflugvallar í Mykolaiv, um 520 km suður af Kiev. 1.650 Úkraínumenn hafa fyllt raðir hernámsliðsins undanfarin misseri. Átján þeirra hafa fallið við skyldustörf sín og á annan tug særst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×