Erlent

Hafa vaxandi áhyggjur af Kínverjum

Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja, sérstaklega í ljósi deilna þeirra við Taívana, en Taívanar hafa sýnt aukna sjálfstæðistilburði á undanförnum mánuðum og Bandaríkjamenn hafa heitið því að verja landið ráðist Kínverjar á það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við upphaf Asíureisu, þar sem hún hyggst heimsækja sex lönd, að bandamenn Bandaríkjanna eins og Japan og Suður-Kórea gætu aðstoðað við að viðhalda stöðugleika á svæðinu og lagði áherslu á að Bandaríkin væru ekki ógn við Kína. Spenna hefur vaxið á svæðinu í kjölfar þess að kínverska þingið samþykkti lög í gær sem heimila Kínastjórn að beita hervaldi ef Taívan lýsir yfir sjálfstæði, en Kínverjar líta á Taívan sem hluta af meginlandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×