Erlent

Fingrafar í stað greiðslukorts

Stórmarkaðskeðjan Edeka í Þýskalandi tekur innan skamms fingrafaraskanna í notkun. Dyggum viðskiptavinum nægir þá að þrýsta fingri á skannann og verða viðskipti þeirra í kjölfarið færð til bókar. Keðjan hefur gert tilraunir með skannann síðan í nóvember í einni verslana sinna og segja stjórnendur reynsluna góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×