Erlent

Króatar ekki sagðir samstarfsfúsir

Aðalsaksóknari Alþjóðaglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Króatar hafi ekki sýnt nógu mikinn samstarfsvilja við að framselja stríðsglæpamenn. Þetta gæti haft þau áhrif að Evrópusambandið seinki aðildarviðræðum Króata, sem áttu að hefjast í þessari viku. Það yrði túlkað sem öflug skilaboð til annarra landa sem vilja fá aðild að Evrópusambandinu, svo sem Tyrklands og Bosníu, um að mannréttindamál og réttarkerfi verði að vera í lagi heima fyrir áður en til greina komi að semja um aðild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×