Erlent

Rannsókninni miðar vel áfram

Danska lögreglan hefur lýst eftir tveimur mönnum í tengslum við morðið á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen. Líkið af honum fannst í pörtum um páskahelgina. Sjónarvottar segjast hafa séð Knudsen að morgni föstudagsins langa í fylgd með dönskumælandi manni af asísku bergi brotnu og öðrum sem talinn er vera Bandaríkjamaður. Þá kveðst lögreglan hafa fundið íbúð þar sem ummerki um voðaverkið voru sjáanleg. Íbúðin er í götunni þar sem höfuð og búkur Knudsen fundust á páskadag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×