Sport

Dró ásakanir sínar til baka

Ungur maður að nafni Patrick Hanrahan ásakaði Wayne Rooney, leikmann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, um að hafa ráðist á sig á næturklúbbi í Manchester fyrr á þessu ári. Hanrahan seldi enska tímaritinu The Sun sögu sína en hann hefur nú dregið hana til baka. Samkvæmt lögreglunni í Manchester hefur málið verið fellt niður. "Kærandinn ætlar ekki að halda þessu til streitu og hefur afturkallað sinn fyrri vitnisburð. Meira verður ekki gert að svo stöddu," segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×