60 milljarðar í yfirdrátt 30. mars 2005 00:01 Þjóðin skuldar bönkunum tæpa sextíu milljarða króna í formi yfirdráttarlána. Það þýðir að hver einn og einasti Íslendingur, á aldrinum 18 til 80 ára, sé með um 280 þúsund krónur að láni á hæstu mögulegu vöxtum. Þegar fjármálastofnanir tóku að bjóða hagstæð íbúðalán á síðasta ári brugðu fjölmargir á það ráð að endurfjármagna skammtímaskuldir eins og yfirdráttarlánin. Í kjölfar lántakanna minnkaði jú yfirdrátturinn en nú stefnir allt í sama horf því yfirdráttarlán hjá einstaklingum hækkuðu um 4,1 milljarð króna fyrstu tvo mánuði ársins. Þau námu í lok febrúar rúmum 58 milljörðum króna. Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur og fjármálaráðgjafi, segir að það vanti einfaldlega sparnað hjá fólki. Þegar bílinn bilar, þvottavélin hrynur eða eitthvað slíkt kemur upp á nær fólk í pening fyrir viðgerðum í formi yfirdráttar, ef ekki er til sparnaður. Meðal-Íslendingur er með 280 þúsund krónur í yfirdrátt og það er dýrt. Ef tekið er dæmi af hjónum, meðalhjónum, þá greiða þau um fimmtíu þúsund krónur í vexti á ári bara af yfirdrættinum - meira en hálfa milljón á tíu árum. Að frumkvæði Ögmundar Jónassonar þingmanns var yfirdráttur á tékkheftum landsmanna ræddur á Alþingi í dag en hann sagði tölurnar hljóta að vekja ríkisstjórnina sem aðra til umhugsunar. Fjármálaráðgjafinn Ingólfur á ekki heldur neina töfralausn - aðra en þá að Íslendingar læri að spara. Það er, að taka fyrir ákveðinn hluta af tekjunum sínum í sparnað, nánast blindandi strax og maður fær peningana í hendur, og þegar einn mánuðurinn verður dýrari en venjan er þá sækir maður peninginn þangað og lætur bankann alveg eiga sig. Fréttir Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þjóðin skuldar bönkunum tæpa sextíu milljarða króna í formi yfirdráttarlána. Það þýðir að hver einn og einasti Íslendingur, á aldrinum 18 til 80 ára, sé með um 280 þúsund krónur að láni á hæstu mögulegu vöxtum. Þegar fjármálastofnanir tóku að bjóða hagstæð íbúðalán á síðasta ári brugðu fjölmargir á það ráð að endurfjármagna skammtímaskuldir eins og yfirdráttarlánin. Í kjölfar lántakanna minnkaði jú yfirdrátturinn en nú stefnir allt í sama horf því yfirdráttarlán hjá einstaklingum hækkuðu um 4,1 milljarð króna fyrstu tvo mánuði ársins. Þau námu í lok febrúar rúmum 58 milljörðum króna. Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur og fjármálaráðgjafi, segir að það vanti einfaldlega sparnað hjá fólki. Þegar bílinn bilar, þvottavélin hrynur eða eitthvað slíkt kemur upp á nær fólk í pening fyrir viðgerðum í formi yfirdráttar, ef ekki er til sparnaður. Meðal-Íslendingur er með 280 þúsund krónur í yfirdrátt og það er dýrt. Ef tekið er dæmi af hjónum, meðalhjónum, þá greiða þau um fimmtíu þúsund krónur í vexti á ári bara af yfirdrættinum - meira en hálfa milljón á tíu árum. Að frumkvæði Ögmundar Jónassonar þingmanns var yfirdráttur á tékkheftum landsmanna ræddur á Alþingi í dag en hann sagði tölurnar hljóta að vekja ríkisstjórnina sem aðra til umhugsunar. Fjármálaráðgjafinn Ingólfur á ekki heldur neina töfralausn - aðra en þá að Íslendingar læri að spara. Það er, að taka fyrir ákveðinn hluta af tekjunum sínum í sparnað, nánast blindandi strax og maður fær peningana í hendur, og þegar einn mánuðurinn verður dýrari en venjan er þá sækir maður peninginn þangað og lætur bankann alveg eiga sig.
Fréttir Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira