Ungt fólk með fordóma 30. mars 2005 00:01 Neikvæð viðhorf í garð innflytjenda fara vaxandi meðal ungs fólks, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknir og greining hafa gert fyrir Rauða kross Íslands. Samanborið við svipaðar kannanir 1997 og 2000 fækkar þeim ungmennum sem telja að menning sem fylgir innflytjendum hafi jákvæð áhrif á samfélagið en hinum sem telja að áhrifin séu neikvæð hefur fjölgað. Rannsóknin, sem var gerð árið 2003, tekur til níundu og tíundu bekkja grunnskóla um allt land en í þeim bekkjum eru krakkar á aldrinum fjórtán til sextán ára. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort innflytjendur eigi að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar og er aðeins helmingur unglinganna sammála því en fimmtungur eða 20 prósent er því ósammála. Þar hefur fækkað um átta af hundraði í hópi þeirra sem voru þessu sammála 1997 og þeim sem eru ósammála fjölgað að sama skapi um átta prósent. Áberandi munur er á hlutfalli stráka og stelpna að þessu leyti, en fjórði hver strákur á aldrinum fjórtán til sextán ára er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingi færri stelpur, eða 13 prósent, eru sömu skoðunar. Þá var spurt um afstöðu til fjölda innflytjenda og eru um 40 af hundraði unglinganna á þeirri skoðun að þeir séu of margir. Sambærileg tala 1997 var 24 prósent. Afstaða strákanna er mun harðari en stelpnanna en helmingur þeirra telur innflytjendur of marga. "Þetta eru sláandi niðurstöður," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. "Við sjáum dæmi um jákvæð áhrif útlendinga víða í samfélaginu, meðal annars í menningu, listum og atvinnulífi, en á sama tíma virðist afstaða ungs fólks gagnvart útlendingum vera að harðna". Enginn munur er á afstöðu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en efasemdir um jákvæð áhrif innflytjenda aukast eftir því sem áhættuhegðun eykst og félagslegar aðstæður versna. Hins vegar er athyglisvert að þau ungmenni sem gengur vel í skóla og hafa jákvæð viðhorf til námsins eru jákvæðari gagnvart innflytjendum en þau sem verr gengur. Innlent Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Neikvæð viðhorf í garð innflytjenda fara vaxandi meðal ungs fólks, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknir og greining hafa gert fyrir Rauða kross Íslands. Samanborið við svipaðar kannanir 1997 og 2000 fækkar þeim ungmennum sem telja að menning sem fylgir innflytjendum hafi jákvæð áhrif á samfélagið en hinum sem telja að áhrifin séu neikvæð hefur fjölgað. Rannsóknin, sem var gerð árið 2003, tekur til níundu og tíundu bekkja grunnskóla um allt land en í þeim bekkjum eru krakkar á aldrinum fjórtán til sextán ára. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort innflytjendur eigi að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar og er aðeins helmingur unglinganna sammála því en fimmtungur eða 20 prósent er því ósammála. Þar hefur fækkað um átta af hundraði í hópi þeirra sem voru þessu sammála 1997 og þeim sem eru ósammála fjölgað að sama skapi um átta prósent. Áberandi munur er á hlutfalli stráka og stelpna að þessu leyti, en fjórði hver strákur á aldrinum fjórtán til sextán ára er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingi færri stelpur, eða 13 prósent, eru sömu skoðunar. Þá var spurt um afstöðu til fjölda innflytjenda og eru um 40 af hundraði unglinganna á þeirri skoðun að þeir séu of margir. Sambærileg tala 1997 var 24 prósent. Afstaða strákanna er mun harðari en stelpnanna en helmingur þeirra telur innflytjendur of marga. "Þetta eru sláandi niðurstöður," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. "Við sjáum dæmi um jákvæð áhrif útlendinga víða í samfélaginu, meðal annars í menningu, listum og atvinnulífi, en á sama tíma virðist afstaða ungs fólks gagnvart útlendingum vera að harðna". Enginn munur er á afstöðu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en efasemdir um jákvæð áhrif innflytjenda aukast eftir því sem áhættuhegðun eykst og félagslegar aðstæður versna. Hins vegar er athyglisvert að þau ungmenni sem gengur vel í skóla og hafa jákvæð viðhorf til námsins eru jákvæðari gagnvart innflytjendum en þau sem verr gengur.
Innlent Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira