Erlent

7 Frakkar létust og tugir slasaðir

Að minnsta kosti sjö franskir ferðamenn létust og meira en fjörutíu slösuðust í suðurhluta Marokkó í gær þegar Land Rover jeppi keyrði utan í rútu sem ferðamennirnir voru í með þeim afleiðingum að hún valt. Að sögn vitna reyndi jeppinn að taka fram úr rútunni en ekki vildi betur til en svo að hann keyrði utan í hana og bílstjórar beggja bifreiða misstu stjórn á bílum sínum og rútan endaði á hvolfi. Margir slösuðust alvarlega í veltunni og er sumum þeirra vart hugað líf. Vegir í Marokkó eru annálaðir fyrir að vera hættulegir. Til að mynda látast fimm sinnum fleiri í bílslysum í Marokkó en Frakklandi á ári hverju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×