Erlent

Pyntingar verði bannaðar

Guantanamo á Kúbu.
Fangabúðir Bandaríkjamanna á Guantan­amo á Kúbu hafa vakið hörð viðbrögð meðal mannréttindasinna.
Guantanamo á Kúbu. Fangabúðir Bandaríkjamanna á Guantan­amo á Kúbu hafa vakið hörð viðbrögð meðal mannréttindasinna.

Öldungadeild Bandaríkjaþings og Hvíta húsið munu á næstunni samþykkja tillögu um að banna pyntingar til að fá mikilvægar upplýsingar hjá grunuðum hryðjuverkamönnum. Þessu heldur Bill Frist, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fram.

Þingmaðurinn John McCain er stuðningsmaður tillögunnar, sem var nýlega samþykkt í öldungadeildinni með níutíu atkvæðum gegn níu. McCain krafðist þess að ríkisstjórn George W. Bush, forseta, samþykki tillöguna án tafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×