Erlent

Feitum börnum fjölgar ört

Ekki á diskinn minn. Offita meðal barna er orðin stórvandamál í Evrópu eins og í Bandaríkjunum.
Ekki á diskinn minn. Offita meðal barna er orðin stórvandamál í Evrópu eins og í Bandaríkjunum.

Brussel Yfir 400 þúsund börn á aldrinum fimm til ellefu ára bætast í hóp offitusjúklinga í Evrópu á ári hverju, samkvæmt nýjum tölum Evrópusambandsins. Um fjórtán milljónir barna innan sambandsins eru talin vera vel yfir kjörþyngd. Þar af eru þrjár milljónir taldar þjást af offitu.

Börnum yfir kjörþyngd hefur fjölgað gríðarlega gríðarlega á örfáum árum og kallar Evrópusambandið eftir enn harðari aðgerðum til að stemma stigu við þróuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×