Erlent

Eiturlyfjakafbátur haldlagður

Eiturlyfjasmyglarar eru þekktir fyrir að nota hinar ýmsu leiðir til að koma varning sínum á milli staða. Lögreglan í Kólumbíu hefur nú lagt hald á nokkurs konar neðansjávarfarartæki, sem að sögn megi líkja við lítinn kafbát, sem þarlendir smyglarar hugðust nota til að flytja fíkniefni á milli landa. Lögreglan fékk ábendingu um að eitthvað undarlegt gæti væri á seyði í byggingu í bæ einum í Kólumbíu því sífellt væri verið að flytja þangað trefjagler og ýmsa málma. Þegar málið var kannað kom í ljós að nokkrir menn sem lögreglan kannaðist við úr gögnum sínum sátu sveittir við að smíða umræddan smyglkafbát og var verkið langt komið. Að sögn lögreglunnar var farartækið nógu stórt til að flytja kókaín fyrir hundruð milljónir dollara í hverri ferð, en því miður fyrir handverksmennina komst hinn sérstæði kafbátur aldrei í jómfrúarferð sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×