Erlent

Fuglaflensu vart í N-Kóreu

Mynd/AP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að fuglaflensu hafi orðið vart á kjúklingabúum í Pjongjang. Hundruðum þúsunda kjúklinga hefur verið slátrað. Enginn starfsmanna á kjúklingabúunum virðist hafa sýkst. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa varað við því að fuglaflensa sé næsti heimsfaraldur og aðeins tímaspursmál sé hvenær fuglaflensuveiran stökkbreytist og fari að smitast á milli manna, en ekki bara úr fuglum í menn. Frá árinu 2003 hafa tæplega 50 manns látist af völdum fuglaflensu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×