Erlent

Líkamshlutar fundust úti á götu

Mannsfótur og handleggur fundust á götu í miðborg Kaupmannahafnar í gær. Líkamshlutarnir eru af hvítum karlmanni en fyrst í stað var talið að þeim hefði verið stolið í líkhúsi. Eftirgrennslan leiddi í ljós að svo er ekki. Margir höfðu gengið fram á afskorna limina þar sem þeir lágu í götunni, áður en lögreglu var gert viðvart, en fólk hélt að þeir væru af útstillingargínu. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fengið margar vísbendingar í tengslum við málið en enga sem hefur komið henni á sporið. Fingraför af hendinni eru ekki til á skrám lögreglu en óttast er að eigandinn hafi verið myrtur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×