Detroit 3 - Indiana 2 18. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sjá meira