Á von á meira lýðræði í Kína 18. maí 2005 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira