Á von á meira lýðræði í Kína 18. maí 2005 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira