Fögnuðu próflokum uppi í sveit 18. maí 2005 00:01 Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 111 nemendur í Árbæjarskóla fóru í dag á Snæfellsnes þar sem þau verða fram á föstudag til að fagna lokum samræmdu prófanna. Þá fóru hátt í 600 nemendur víðs vegar af landinu að bökkum Hvítár þar sem meðal annars var farið í klifur og flúðasiglingar. En hvernig gengu prófin? Björn Orri Hermannsson, nemandi í Árbæjarskóla, segir að sér hafi gengið ágætlega en honum hefði mátt ganga betur. Aðspurður hvort hann hafi valið sér framhaldsskóla segir Björn að hann sé að flytja til útlanda og þar fari hann í skóla. Magnea J. Ólafsdóttir, sem einnig er í Árbæjarskóla, segir að sér hafi einnig gengið ágætlega. Aðspurð hvort hún telji að hún nái öllum prófunum segir Magnea að það komi í ljós. Allir umsjónakennarar í tíundu bekkjunum í Árbæjarskóla fara með nemendum sínum í ferðina og eru ekki síður spenntir en nemendurnir. En er hreinlega verið að forða krökkunum úr borginni? Ásta Benediktsdóttir, kennari í Árbæjarskóla, segir að sú umræða hafi komið upp fyrir nokkrum árum að fara með krakkana úr borginni vegna ýmissa hátíða við próflok en Árbæjarskóli hafi gert þetta í mörg ár og þar þekki menn ekkert annað. Hún hafi farið 15 ár í röð en markmiðið sé að krakkarnir skemmti sér á heilbrigðan hátt í náttúrunni. Nokkrir tíundubekkingar sem Stöð2 ræddi við ætla þó aðeins fresta drykkjuskemmtunum fram yfir skipulagðar ferðir og horfa hýru auga til helgarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 111 nemendur í Árbæjarskóla fóru í dag á Snæfellsnes þar sem þau verða fram á föstudag til að fagna lokum samræmdu prófanna. Þá fóru hátt í 600 nemendur víðs vegar af landinu að bökkum Hvítár þar sem meðal annars var farið í klifur og flúðasiglingar. En hvernig gengu prófin? Björn Orri Hermannsson, nemandi í Árbæjarskóla, segir að sér hafi gengið ágætlega en honum hefði mátt ganga betur. Aðspurður hvort hann hafi valið sér framhaldsskóla segir Björn að hann sé að flytja til útlanda og þar fari hann í skóla. Magnea J. Ólafsdóttir, sem einnig er í Árbæjarskóla, segir að sér hafi einnig gengið ágætlega. Aðspurð hvort hún telji að hún nái öllum prófunum segir Magnea að það komi í ljós. Allir umsjónakennarar í tíundu bekkjunum í Árbæjarskóla fara með nemendum sínum í ferðina og eru ekki síður spenntir en nemendurnir. En er hreinlega verið að forða krökkunum úr borginni? Ásta Benediktsdóttir, kennari í Árbæjarskóla, segir að sú umræða hafi komið upp fyrir nokkrum árum að fara með krakkana úr borginni vegna ýmissa hátíða við próflok en Árbæjarskóli hafi gert þetta í mörg ár og þar þekki menn ekkert annað. Hún hafi farið 15 ár í röð en markmiðið sé að krakkarnir skemmti sér á heilbrigðan hátt í náttúrunni. Nokkrir tíundubekkingar sem Stöð2 ræddi við ætla þó aðeins fresta drykkjuskemmtunum fram yfir skipulagðar ferðir og horfa hýru auga til helgarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira