Fögnuðu próflokum uppi í sveit 18. maí 2005 00:01 Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 111 nemendur í Árbæjarskóla fóru í dag á Snæfellsnes þar sem þau verða fram á föstudag til að fagna lokum samræmdu prófanna. Þá fóru hátt í 600 nemendur víðs vegar af landinu að bökkum Hvítár þar sem meðal annars var farið í klifur og flúðasiglingar. En hvernig gengu prófin? Björn Orri Hermannsson, nemandi í Árbæjarskóla, segir að sér hafi gengið ágætlega en honum hefði mátt ganga betur. Aðspurður hvort hann hafi valið sér framhaldsskóla segir Björn að hann sé að flytja til útlanda og þar fari hann í skóla. Magnea J. Ólafsdóttir, sem einnig er í Árbæjarskóla, segir að sér hafi einnig gengið ágætlega. Aðspurð hvort hún telji að hún nái öllum prófunum segir Magnea að það komi í ljós. Allir umsjónakennarar í tíundu bekkjunum í Árbæjarskóla fara með nemendum sínum í ferðina og eru ekki síður spenntir en nemendurnir. En er hreinlega verið að forða krökkunum úr borginni? Ásta Benediktsdóttir, kennari í Árbæjarskóla, segir að sú umræða hafi komið upp fyrir nokkrum árum að fara með krakkana úr borginni vegna ýmissa hátíða við próflok en Árbæjarskóli hafi gert þetta í mörg ár og þar þekki menn ekkert annað. Hún hafi farið 15 ár í röð en markmiðið sé að krakkarnir skemmti sér á heilbrigðan hátt í náttúrunni. Nokkrir tíundubekkingar sem Stöð2 ræddi við ætla þó aðeins fresta drykkjuskemmtunum fram yfir skipulagðar ferðir og horfa hýru auga til helgarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Víða mátti sjá rútur fullar af unglingum á leið upp í sveit til að fagna því að samræmdum prófum lauk í dag. Skólayfirvöld, foreldrar og lögregla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tíundu bekkingar sameinist í drykkju að prófum loknum. 111 nemendur í Árbæjarskóla fóru í dag á Snæfellsnes þar sem þau verða fram á föstudag til að fagna lokum samræmdu prófanna. Þá fóru hátt í 600 nemendur víðs vegar af landinu að bökkum Hvítár þar sem meðal annars var farið í klifur og flúðasiglingar. En hvernig gengu prófin? Björn Orri Hermannsson, nemandi í Árbæjarskóla, segir að sér hafi gengið ágætlega en honum hefði mátt ganga betur. Aðspurður hvort hann hafi valið sér framhaldsskóla segir Björn að hann sé að flytja til útlanda og þar fari hann í skóla. Magnea J. Ólafsdóttir, sem einnig er í Árbæjarskóla, segir að sér hafi einnig gengið ágætlega. Aðspurð hvort hún telji að hún nái öllum prófunum segir Magnea að það komi í ljós. Allir umsjónakennarar í tíundu bekkjunum í Árbæjarskóla fara með nemendum sínum í ferðina og eru ekki síður spenntir en nemendurnir. En er hreinlega verið að forða krökkunum úr borginni? Ásta Benediktsdóttir, kennari í Árbæjarskóla, segir að sú umræða hafi komið upp fyrir nokkrum árum að fara með krakkana úr borginni vegna ýmissa hátíða við próflok en Árbæjarskóli hafi gert þetta í mörg ár og þar þekki menn ekkert annað. Hún hafi farið 15 ár í röð en markmiðið sé að krakkarnir skemmti sér á heilbrigðan hátt í náttúrunni. Nokkrir tíundubekkingar sem Stöð2 ræddi við ætla þó aðeins fresta drykkjuskemmtunum fram yfir skipulagðar ferðir og horfa hýru auga til helgarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira