Innlent

Úrræði vantar fyrir forfallna

Alls hafa 502 núlifandi landsmenn komið oftar en tíu sinnum til meðferðar á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi. Er það tæplega þrjú prósent allra sem þangað hafa sótt. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir úrræði fyrir sjúklingana vanta: "Félagsmála- og heilbrigðisyfirvöld þurfa að taka höndum saman um að finna heildstætt, skipulagt úrræði." Þórarinn segir stóran hluta sjúklinganna vera með ómeðhöndlaða og erfiða geðsjúkdóma. Þeir eigi fullt erindi inn á Vog í afeitrun en að tíu daga meðferð lokinni taki ekkert við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×