Innlent

Færri ungmenni í vímuefnameðferð

Fólki yngra en nítján ára fækkar á meðferðarsjúkrahúsinu Vogi. Toppnum var náð árið 2002 þegar 294 ungmenni fóru í meðferð. Í fyrra voru þau 237 og fækkaði um nítján á milli ára. Fjórtán ára piltur var yngstur þeirra sem fór í meðferð í fyrra. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á SÁÁ, segir færri innlagnir ungmenna sýna að grunnskólar sinni börnunum betur en áður. Meðferðarstarf sé einnig að skila árangri. Það sjáist á því að færri ungmenni þurfi að koma oftar en einu sinni í meðferð: "Ef okkur tekst að minnka þann hóp sem er í neyslu smitar hann minna út frá sér." Auk umrædds fjórtán ára pilts fóru sex fimmtán ára stúlkur og sjö strákar í meðferð. Sautján sextán ára stúlkur og 21 strákur. Ungmenni í meðferð á aldrinum sautján að tvítugu voru 175 talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×