Innlent

Gigtarlyf tekið af markaði

Pfizer-lyfjaframleiðandinn hefur hætt sölu og dreifingu á gigtarlyfinu Bextra að kröfu bandaríska lyfjaeftirlitsins þar sem komið hefur í ljós að veruleg hætta getur stafað af aukaverkunum af völdum lyfsins. Einnig hefur verið gefin út viðvörun vegna gigtarlyfsins Celebrex, en bæði lyfin eru í flokki svokallaðra COX-2 hemla sem ákveðnir sjúklingahópar hafa verið varaðir við að taka vegna alvarlegra aukaverkana. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður gigtarlyfið Bextra væntanlega tekið af markaði hér á landi en það kom fyrst á markað í október árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×