Innlent

Vildu breyta ákvörðun bæjarráðs

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar nú í vikunni kom fram tillaga um að breyta ákvörðun bæjarráðs um lóðaúthlutun á Völlunum. Tillögunni var mótmælt og samþykkt að vísa henni aftur til bæjarráðs. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að sú regla hafi gilt undanfarinn áratug að bæjarstjórn gerði ekki breytingar á tillögum bæjarráðs. Vilji menn breyta þeirri reglu þurfi kannski að endurskoða og breyta öllu vinnuferlinu við lóðaúthlutun, ekki síst í því árferði sem nú er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×