Innlent

Bensíngjald hækkar ekki

Bensíngjald það sem sagt er hækka um 6-7 prósent í nýrri samgönguáætlun samgönguráðuneytisins hækkar í raun og veru ekki samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis. Bensíngjaldið er í raun tvískipt, almennt bensíngjald og sérstakt bensíngjald, og meðan hækkun verður á sérstaka gjaldinu sem er eyrnamerkt vegagerð verður samsvarandi lækkun á almenna gjaldinu. Hækkunin hins sérstaka gjalds er til að mæta þeirri skerðingu tekna til vegamála sem annars er fyrirséð með upptöku olíugjaldsins í stað þungaskatts í júlíbyrjun. Almenna bensíngjaldið lækkar hins vegar á móti um sömu krónutölu en það fé rennur beint til ríkissjóðs. Fram kemur í samgönguáætluninni að stjórnvöld gæti betur að því að bensíngjaldið fylgi verðlagsþróun í landinu en dregið hefur í sundur með gjaldskrám bensíngjalds og byggingavísitölu en innan við tvö ár eru síðan bensíngjaldið var hækkað síðast og þá um átta prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×