Innlent

Efasemdir um Kárahnjúkavirkjun

Tæplega helmingur Íslendinga, eða 39,6 prósent, telur að rangt hafi verið að ráðast í virkjun við Kárahnjúka. 50,5 prósent telja það rétt. 10 prósent taka ekki afstöðu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars. Þegar svör Reykvíkinga eru skoðuð snúast tölurnar við. Helmingur þeirra telur rangt að ráðast í byggingu Kárahnjúkavirkjunar en 39 prósent rétt. Úrtakið var 1.350 manns og var svarhlutfall tæp 62 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×