Innlent

Mikil fækkun alvarlegra slysa

"Þarna er um að ræða marga samhangandi þætti sem valda því að þessi árangur næst," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Í gær var kynnt skýrsla um umferðaslys á Íslandi á síðasta ári en þar kemur fram að talsverður árangur hefur náðst í fækkun slysa og óhappa frá fyrra ári. Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi verða flest banaslys í umferðinni á Norðurlöndunum sé miðað við höfðatölu en tala látinna í umferð hérlendis hefur staðið í stað milli ára. Árangur hefur þó náðst að mati Umferðarstofu en slösuðum í umferðinni fækkaði 2004 þrátt fyrir að fjöldi umferðaróhappa væri talsvert meiri en árið áður. Sérstaklega þykir árangurinn góður hvað börn í umferðinni varðar. Aðeins 28 börn slösuðust á síðasta ári samanborið við 40 árið 2003 og 49 talsins að meðaltali undanfarin tíu ár. Birgir segir árangurinn góðan og telur að markviss áróður Umferðarstofu hafi haft mikið að segja en fleiri þættir komi þó til. "Meðal þeirra þátta sem gert hafa fækkun slysa mögulega eru betri og bætt umferðarmannvirki, stórhertur áróður og betri bílar meðal annars."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×