Innlent

Heyrnartæki lækka í verði

Heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands lækka um 5 prósent frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stöðinni. Þar segir einnig að gengi íslensku krónunar hafi styrkst verulega á undanförnum mánuðum og því sé svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja. Stafræn heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni kosta á bilinu 28 til 72 þúsund krónur en hlutur einstaklinga getur orðið allt að 45 þúsund krónur fyrir hvert tæki. Biðtími eftir heyrnartækjum hefur styst úr átta mánuðum í átta vikur fyrir tæki bak við eyrað en getur orðið lengri fyrir sérsmíðuð tæki. Fyrir rúmu ári biðu 700 manns eftir því að fá heyrnartæki og þurftu jafnvel að bíða í 7-8 mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×