Efast um trúverðugleikann 10. febrúar 2005 00:01 "Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
"Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira