Erlent

Írak verður sambandsríki

Kúrdar og sjíar hafa í meginatriðum náð saman um skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en stjórnlagaþing landsins kemur saman í fyrsta sinn á morgun. Báðar fylkingarnar vilja að Írak verði gert að sambandsríki. Kúrdinn Jalal Talabani verður forseti en sjíinn Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra. Nokkrar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Írak í gær og herma fregnir að einn hafi látist. Bandarískir hermenn drápu fimm uppreisnarmenn í Mosul en auk þess féllu kona og tvö börn fyrir byssukúlum Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×