Lífið

Jesús Kristur mætir ekki

MYND/Pjtu
Ákveðið hefur verið að fella niður fyrirhugaða sýningu á söngleiknum Jesús Kristur ofurstjarna í Þjóðleikhúsinu, sem frumsýna átti á vordögum, af óviðráðanlegum ástæðum. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að þjóðleikhússtjóra, Tinnu Gunnlaugsdóttur, og þjóðleikhúsráði sé það fullljóst að skaði sé þegar Þjóðleikhúsið geti ekki staðið við áætlanir sínar og skuldbindingar, en engu að síður sé þessi rástöfun talin óhjákvæmileg til að skapa þeirri starfsemi hússins aukið svigrúm. Kortagestum Þjóðleikhússins hefur verið tilkynnt um þessa ákvörðun en söngleikurinn var hluti af áskriftarkortum. Þeim stendur til boða að taka sæti sín út í miðum á aðrar sýningar hússins, fá gjafakort til tveggja ára eða endurgreiðslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.