Stórar umbúðir utan um lítið 10. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson gefur ekki mikið fyrir hugtakið umræðustjórnmál og segir það ofnotað. Hann segir Framtíðarhóp Samfylkingarinnar fámennan og lokaðan hóp. "Þetta er ekki rétt hjá Össuri, en ég ætla að geyma það að tjá mig opinberlega um þessi ummæli hans þar til ég hef kynnt mér þau betur og skoðað þau í samhengi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, að framtíðarhópur flokksins sé lokaður og fámennur hópur sem engar nýjar hugmyndir hafi lagt fram. Össur lét þessi orð falla í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar í gærdag. Ingibjörg var stödd vestur á fjörðum og segist ekki hafa séð eða heyrt ummæli Össurs, aðeins fengið ávæning af þeim. Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn sem verið hefur í Framtíðarhópnum frá upphafi og á sæti í sex manna kjarnahóp hafði þetta um ummæli Össurar að segja: "Mér finnst þetta ekki svaravert og lýsi depurð minni yfir þessari nálgun míns ágæta formanns". Fram kom í máli Össurar að hann mæti það svo að hópurinn hefði ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir, nema "skyndibitalausnir" í menntamálum, eins og að einkavæða hverfagrunnskóla, sem hann og flokkurinn væru á móti. Þá sagði Össur Ingibjörgu leggja ofuráherslu á orðið umræðustjórnmál, sem væru ofnotaðar og stórar umbúðir utan um lítið. Hann sagði að æskilegra hefði verið ef vinna hópsins hefði verið opnari og ekki lokuð í fámennum hópum sem meðal annars hafi leitt til þess að Guðmundur Árni Stefánsson sagði sig úr utanríkismálanefnd Framtíðarhópsins, því honum líkaði ekki vinnubrögðin. Guðmundur Árni staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann hafi sagt sig frá frekara starfi innan hópsins vegna þess að hann var ekki sáttur við að hópurinn ætti að skila tillögum sínum af sér fyrir landsfund, en ekki móta tillögur til lengri tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson gefur ekki mikið fyrir hugtakið umræðustjórnmál og segir það ofnotað. Hann segir Framtíðarhóp Samfylkingarinnar fámennan og lokaðan hóp. "Þetta er ekki rétt hjá Össuri, en ég ætla að geyma það að tjá mig opinberlega um þessi ummæli hans þar til ég hef kynnt mér þau betur og skoðað þau í samhengi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þau ummæli Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, að framtíðarhópur flokksins sé lokaður og fámennur hópur sem engar nýjar hugmyndir hafi lagt fram. Össur lét þessi orð falla í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar í gærdag. Ingibjörg var stödd vestur á fjörðum og segist ekki hafa séð eða heyrt ummæli Össurs, aðeins fengið ávæning af þeim. Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn sem verið hefur í Framtíðarhópnum frá upphafi og á sæti í sex manna kjarnahóp hafði þetta um ummæli Össurar að segja: "Mér finnst þetta ekki svaravert og lýsi depurð minni yfir þessari nálgun míns ágæta formanns". Fram kom í máli Össurar að hann mæti það svo að hópurinn hefði ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir, nema "skyndibitalausnir" í menntamálum, eins og að einkavæða hverfagrunnskóla, sem hann og flokkurinn væru á móti. Þá sagði Össur Ingibjörgu leggja ofuráherslu á orðið umræðustjórnmál, sem væru ofnotaðar og stórar umbúðir utan um lítið. Hann sagði að æskilegra hefði verið ef vinna hópsins hefði verið opnari og ekki lokuð í fámennum hópum sem meðal annars hafi leitt til þess að Guðmundur Árni Stefánsson sagði sig úr utanríkismálanefnd Framtíðarhópsins, því honum líkaði ekki vinnubrögðin. Guðmundur Árni staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann hafi sagt sig frá frekara starfi innan hópsins vegna þess að hann var ekki sáttur við að hópurinn ætti að skila tillögum sínum af sér fyrir landsfund, en ekki móta tillögur til lengri tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira