Uppbygging í tíu ár til viðbótar 23. apríl 2005 00:01 "Flóðbylgjan, þar sem hún var hörðust, var 24 metra há og skall á strönd Súmötru með 50 kílómetra hraða. Til að sjá þetta betur fyrir okkur getum við reynt að ímynda okkur 6 hæða fjölbýlishús koma á móti okkur með hraða bíls á góðu skriði," sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, við upphaf fundar í Reykjavíkurakademíunni í gær. Þar var farið yfir hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðum flóðbylgjunnar eftir jarðskjálftann mikla í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Sigrún segir ráð fyrir því gert að Rauði krossinn komi að uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðunum næstu tíu árin, en síðustu vikur hafi Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir skipulagt starfið til næstu ára. "Auðvelt er að gleyma umfanginu. Að minnsta kosti 174.729 manns létu lífið í flóðunum, 1,6 milljónir manna misstu heimili sín og milljónir manna til viðbótar urðu fyrir skakkaföllum af einhverju tagi," sagði hún og bætti við að þótt Rauði kross Íslands hefði ekki yfir miklum fjármunum að ráða, hefði framlag með mannauði sannarlega skilað sér í hjálparstarfinu og sendifulltrúar héðan unnið ómetanlegt starf og getið sér gott orð fyrir. Á næstu dögum fara utan fimm sendifulltrúar Rauða kross Íslands til viðbótar við þá fimm sem áður hafa starfað á hamfarasvæðunum, en gert er ráð fyrir að á næstu árum verði ávallt einn til tveir sendifulltrúar héðan við uppbyggingarstörf á svæðinu. Á fundinum lýstu Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir reynslu sinni af störfum sem sendifulltrúar Rauða krossins í Banda Aceh í Indónesíu. Þá greindi Birna Halldórsdóttir frá því hvernig staðið var að dreifingu hjálpargagna á sömu slóðum og Sigríður Björk Þormar, hjúkrunarfræðingur og heilsusálfræðingur, fjallaði um hvernig Rauða krossi Indónesíu var hjálpað að byggja upp sálrænan stuðning bæði við fórnarlömb flóðanna og ekki síður starfsfólk sem á hamarasvæðunum starfaði. Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
"Flóðbylgjan, þar sem hún var hörðust, var 24 metra há og skall á strönd Súmötru með 50 kílómetra hraða. Til að sjá þetta betur fyrir okkur getum við reynt að ímynda okkur 6 hæða fjölbýlishús koma á móti okkur með hraða bíls á góðu skriði," sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, við upphaf fundar í Reykjavíkurakademíunni í gær. Þar var farið yfir hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðum flóðbylgjunnar eftir jarðskjálftann mikla í Suðaustur-Asíu á annan í jólum. Sigrún segir ráð fyrir því gert að Rauði krossinn komi að uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðunum næstu tíu árin, en síðustu vikur hafi Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir skipulagt starfið til næstu ára. "Auðvelt er að gleyma umfanginu. Að minnsta kosti 174.729 manns létu lífið í flóðunum, 1,6 milljónir manna misstu heimili sín og milljónir manna til viðbótar urðu fyrir skakkaföllum af einhverju tagi," sagði hún og bætti við að þótt Rauði kross Íslands hefði ekki yfir miklum fjármunum að ráða, hefði framlag með mannauði sannarlega skilað sér í hjálparstarfinu og sendifulltrúar héðan unnið ómetanlegt starf og getið sér gott orð fyrir. Á næstu dögum fara utan fimm sendifulltrúar Rauða kross Íslands til viðbótar við þá fimm sem áður hafa starfað á hamfarasvæðunum, en gert er ráð fyrir að á næstu árum verði ávallt einn til tveir sendifulltrúar héðan við uppbyggingarstörf á svæðinu. Á fundinum lýstu Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir reynslu sinni af störfum sem sendifulltrúar Rauða krossins í Banda Aceh í Indónesíu. Þá greindi Birna Halldórsdóttir frá því hvernig staðið var að dreifingu hjálpargagna á sömu slóðum og Sigríður Björk Þormar, hjúkrunarfræðingur og heilsusálfræðingur, fjallaði um hvernig Rauða krossi Indónesíu var hjálpað að byggja upp sálrænan stuðning bæði við fórnarlömb flóðanna og ekki síður starfsfólk sem á hamarasvæðunum starfaði.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira