Erlent

Sharon fær vægt heilablóðfall

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að hætta störfum, þrátt fyrir að hafa fengið vægt hjartaáfall í gærkvöldi. Sharon er allur að koma til og í útvarpsviðtali í morgun sagðist hann ætla að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Sharon gekkst undir rannsóknir í nótt og fékk blóðþynningarlyf, en missti aldrei meðvitund. Búist er við að hann dvelji á spítalanum í nokkra daga, en eftir það ætti hann að geta hafið störf að nýju. Aðeins rétt rúmir þrír mánuðir eru í þingkosningar í Ísrael og nú er viðbúið að heilsa Sharons verði eitt af stóru kosningamálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×