Lífið

Eins og japanskur túristi

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø kom til landsins um helgina til að undirbúa tónleika sem hún heldur í september og skoða landið. Hún fór ásamt fylgdarliði sínu og skoðaði Gullfoss, Geysi og Þingvelli. "Þetta var yndislegt og veðrið var svo fallegt," sagði Kyrkjebø. "Vegna kuldans vorum við þó eins og japanskir túristar, hlupum út úr rútunni, smelltum af myndavélum og hlupum aftur inn. Ég hlakka svo til að koma hingað aftur í september og fá að sjá fallega landið ykkar í haustlitunum." Kyrkjebø vakti fyrst heimsathygli þegar hún söng ásamt Placido Domingo á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi árið 1994. Hún hefur einnig sungið í kvikmyndunum Fifth Element og Titanic. Vinsældir hennar eru slíkar að á tónleika hennar selst upp mörgum mánuðum fyrr. Miðasalan hefst á miðvikudaginn kemur og fer fram í Skífunni. Sérstök forsala er þó fyrir MasterCard korthafa á morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.