Innlent

Kynjakötturinn húsköttur

Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. Hann segir að nú á Íslandi séu um 16 kattategundir fyrir utan húsköttinn okkar sem ekki er ræktaður sérstaklega. "Það er nú gaman frá því að segja að kötturinn sem fékk titilinn kynjaköttur sýningarinnar var húsköttur, og það fannst mér ánægjulegt að sjá," segir Marteinn. Hann segir takmark sýningarinnar fyrst og fremst vera að koma köttum á framfæri, en þá ekki sérstaklega í söluskyni. "Hér er enginn sem ræktar ketti sérstaklega til að hagnast á því, en fólk sem selur ræktaða ketti gerir það einungis til að mæta kostnaði. Það er návkæmlega enginn bissnes í kringjum kettina, þetta snýst bara um að fólk finni sér kött sem henti þeirra karakter og lífstíl," segir Marteinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×