Innlent

Slasaðist á höfði í bílveltu

Karlmaður fékk höfuðáverka þegar vikurflutningabíll sem hann var á valt við Þorlákshöfn um klukkan fimm í dag. Hann er nú til eftirlits á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi en mun spjara sig vel að sögn læknis á vakt.

Flutningabíllinn valt þegar maðurinn var að losa hlass sitt. Kallað var á aðstoð lögreglu og maðurinn fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×